Bandarískur dómari býður hinum dæmdu upp á óvenjulegar refsingar í stað fangelsis

Dómarinn Michael Cicconetti.

Óhætt er að segja að dómari nokkur í Bandaríkjunum fari mjög óhefðbundnar leiðir þegar kemur að refsingum. Dómarinn, Michael Cicconetti, í Painesville í Ohio hefur þann sið að bjóða þeim sem dæmdir hafa verið fyrir smávægilega glæpi eins og til dæmis reiðhjólaþjófnað upp á að velja á milli þess að afplána í fangelsi eða framkvæma uppátæki sem dómarinn leggur fyrir þá. Sem dæmi má nefna að maður nokkur sem hafði stolið frá Hjálpræðishernum í  Painesville var boðið að prófa að vera heimilislaus og sofa á götunni í einn sólarhring í stað þess að sitja inni í 90 daga. Þá má nefna að dómarinn bauð eitt sinn þremur mönnum sem reyndu að kaupa sér kynlífsþjónustu að klæðast gulum kjúklingabúningum og standa á götuhorni í tiltekinn tíma. Dómarinn segir aðferðir sínar hafa gefið góða raun, enda hafi eingöngu 10% þeirra sem hann hafi dæmt til óvenjulegra refsinga brotið af sér á ný.  Hér fyrir neðan má smella á hlekk sem vísar á myndband þar sem fjallað er um nokkrar af þessum óvenjulegu refsingum dómarans, sem oft er kallaður dómarinn sem enginn gleymir.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila