Bankar tregari til þess að lána til hótelframkvæmda

Margt bendir til þess að bankar séu farnir að verða tregari til þess að lána fé til hótelframkvæmda en áður. Þetta kemur fram í Markaðnum í dag. Þar segir að dæmi séu um tafir á hótelframkvæmdum á höfuðborgarsvæðinu í allt að 12 mánuði þar sem erfiðlega hefur gengið að fjármagna verkefni sem snýr að hótelbyggingum. Þá eru teikn á lofti um að breytingar séu að verða í ferðaþjónustunni og að afbókunum fari fjölgandi og ferðamenn leiti á önnur mið vegna þess háa verðlags sem einkenni ferðamannaiðnaðinn hérlendis, og ljóst að bankarnir haldi að sér höndum til þess að takmarka áhættuna á útlánatapi. Sviðsmyndagreining Seðlabankans hefur þó leitt í ljós að ólíklegt sé að bakslag í greininni tefli stöðu bankanna í tvísýnu.

Athugasemdir

athugasemdir