Bann við veiðum með rafmagni framlengt, Hollendingar áfram á undanþágu

Evópuþingið samþykkti í gær að framlengja bann við fiskveiðum með rafmagnsbúnaði. Enn á eftir að útfæra endanlega útfærslu bannsins og því þótti rétt að framlengja bannið tímabundið. Hollendingar sem sætt hafa mikilli gagnrýni af hálfu Breta vegna slíkra veiða fá þó áfram að vera á undanþágu frá banninu þar til endanleg útfærsla liggur fyrir. Hollendingar halda því fram að veiðar með rafmagni sé umhverfisvænni aðferð en hefðbundnar veiðar en óhætt er að segja að veiðar með rafmagni séu afar umdeildar. Veiðarnar fara fram á þann hátt að sérstakt troll sem leitt hefur verið í rafmagn er sökkt að botni og lamar þá fiska sem fyrir því verða og safnar þeim svo saman í þar til gerðan poka. Fylgjendur veiðanna benda á að veiðarfærin umdeildu valda nærri engum skaða á sjávarbotni líkt og botnvörpur en andstæðingar slíkra veiða benda á að hún sé skaðleg öllum þeim fiski sem lenda í veiðarfærunum, en ekki einungis þeim fiski sem veiða á.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila