Barn stungið til bana á leikvelli í Finnlandi

Karlmaður er í haldi finnsku lögreglunnar grunaður um að hafa stungið barn til bana á leikvelli í bænum Porvoo í Finnlandi. Fjöldi barna urðu vitni að atvikinu þegar maðurinn sem er faðir barnsins stakk barnið margsinnis. Lögregla handtók manninn á staðnum en málsatvik liggja ekki fyrir. Barnið sem var fjögurra ára drengur var fluttur á sjúkrahús þar sem hann var úrskurðaður látinn. Ekki er vitað hvað manninum gekk til með athæfi sínu.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila