Barnaverndarstarfsmaður áfram í gæsluvarðhaldi vegna kynferðisbrota

Karlmaður sem starfaði sem stuðningsfulltrúi hjá Barnavernd Reykjavíkur og er grunaður um kynferðisbrot gagnvart börnun var í morgun úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald. Úrskurðurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun en frá því maðurinn var handtekinn í síðasta mánuði hafa fleiri fórnarlömb mannsins stigið fram og lagt fram kæru á hendur manninum. Eins og fyrr segir var maðurinn úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til 9.febrúar næstkomandi.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila