Benedikt Jóhannesson er nýr fjármála- og efnahagsráðherra

Bjarni Benediktsson fráfarandi fjármálaráðherra og núverðandi forsætisráðherra afhendir Benedikt Jóhannessyni lyklavöld að Fjármálaráðuneytinu.

Bjarni Benediktsson fráfarandi fjármálaráðherra og núverðandi forsætisráðherra afhendir Benedikt Jóhannessyni lyklavöld að Fjármálaráðuneytinu.

Benedikt Jóhannesson er nýr fjármála- og efnahagsráðherra. Hann tók við embætti á ríkisráðsfundi í dag. Um miðjan dag tók Benedikt við lyklum að fjármála- og efnahagsráðuneytinu úr hendi Bjarna Benediktssonar. Óskaði Bjarni honum alls velfarnaðar í starfi fjármála- og efnahagsráðherra.

Benedikt sagðist hlakka til að takast á við verkefni ráðuneytisins. „Það er söguleg stund fyrir mig að fá hér afhentan lykilinn að ríkiskassanum í óeiginlegri merkingu og ég skal reyna mitt allra best til þess að gæta hans vel,“ sagði nýr fjármála- og efnahagsráðherra.

Benedikt lauk B.Sc.-prófi í stærðfræði með hagfræði sem aukagrein frá University of Wisconsin 1977. Hann lauk MS-prófi í tölfræði frá Florida State University 1979 og doktorsprófi í tölfræði sem aðalgrein og stærðfræði sem aukagrein frá Florida State University 1981.

Athugasemdir

athugasemdir