Bíða með ákvörðun um vantrauststillögu á dómsmálaráðherra

Jón Þór Ólafsson þingmaður Pírata.

Jón Þór Ólafsson þingmaður Pírata segir að beðið verði með að ákveða hvort vantrauststillaga verður lögð fram gegn Sigríði Andersen dómsmálaráðherra vegna Landsréttarmálsins þar til Umboðsmaður Alþingis hefur tekið ákvörðun um hvort hann taki málið upp. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Jóns Þórs í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar. Jón segir að ástæðan fyrir því sé sú að ákveði Umboðsmaður að taka málið upp kunni að koma fram gögn sem hjálpi þingmönnum að taka upplýsta ákvörðun í málinu “ en ef ekki þá verður það rætt hvort leggja eigi fram vantrauststillögu á grundvelli þeirra gagna sem þegar hafi komið fram„,segir Jón. Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila