Biðla til almennings um að kanna nærumhverfi sitt

Arthur Jarmoszco

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sem leitað hefur að Arturi Jarmoszko undanfarna daga biðlar til almennings um að athuga hvort vísbendingar megi finna í nærumhverfi þess um ferðir Arturs. Fólk er sérstaklega beðið um að kanna geymslur, bílskúra og önnur útihús. Gert er ráð fyrir að fjörur verði gengnar í dag á háfjöru auk þess sem þyrla Landhelgisgæslunnar tekur þátt í leitinni. Lögreglan hefur tekið skýrslur af fjölda manns vegna hvarfsins en málið er ekki rannsakað sem sakamál. Þeir sem telja sig hafa upplýsingar um málið eru beðnir um að hafa samband við lögreglu í síma 444-1000.

Athugasemdir

athugasemdir