Bíl ekið á fjölda gangandi vegfarenda á Times Square

Bíl var ekið á gangandi vegfarendur á Times Square nú fyrir stundu. Fyrstu fregnir herma að minnst tíu hafi orðið fyrir bílnum og slasast og er staðfest að einn hafi látist. Karlmaður sem ók bílnum hefur verið handtekinn. Mikill viðbúnaður er á svæðinu en ekki liggja frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.

Athugasemdir

athugasemdir