Bjarmaland býður upp á ferðir á HM í Rússlandi

Haukur Hauksson framkvæmdastjóri Bjarmalands og fréttamaður.

Ferðaskrifstofan Bjarmaland er þegar farin að huga að HM í knattspyrnu sem haldið verður í Rússlandi á næsta ári. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Hauks Haukssonar fréttamanns í Mosvu í síðdegisútvarpinu í dag en Haukur er jafnframt framkvæmdastjóri Bjarmalands. Haukur segir einfalt að kaupa miða á leikina en á heimasíðu bjarmalands www.bjarmaland.is má finna hlekk á miðasölu Fifa. Til þess að fylgjast með hvaða ferðir séu í boði segir Haukur að best sé að hafa samband við ferðaskrifstofuna með því að senda póst á netfangið bjarmaland@bjarmaland.is og merkja póstinn “áhugi á HM” og í framhaldi fá þeir sem senda póst staðfestingu á móttöku hans, þannig verður viðkomandi settur á lista og fær upplýsingar um ferðir til Rússlands sendar til sín eftir því sem við á. Þá er einnig hægt að hafa samband við skrifstofu Bjarmalands í síma 770-5060.

Smelltu hér til þess að skoða heimasíðu Bjarmalands

Athugasemdir

athugasemdir

Deila