Bjarni segist ætla upplýsa almenning um TISA samninginn og galopna ríkisbókhaldið

bjarnibenfrettaBjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir almenning geta treyst því að hann muni upplýsa almenning um efni TISA samningsins, því almenningur eigi rétt á því að vita um innihald hans. Bjarni sem var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur og Péturs Gunnlaugssonar í síðdegisútvarpinu í dag segist enn fremur vilja ganga lengra hvað gegnsæi varðar og galopna ríkisbókhaldið, en hann segir þá vinnu þegar hafna “ að fólk geti séð á vefsíðu og flett upp öllum reikningum sem að ríkið greiðir fyrir vöru og þjónustu með skattfé, oft er rætt um að á þessu þurfi að vera fjárhæðarmörk ella geti fjöldinn orðið svo mikill og þetta verði smásmugulegt ef þetta er komið niður í einstaka leigubílanótur og þess háttar, það kann að vera að það þurfi að hafa einhver fjárhæðarmörk en meginreglan á að vera sú, ég hef verið að láta vinna að tæknilegri útfærslu á þessu í samstarfi fjármálaráðuneytisins og fjársýslunnar svo við getum galopnað bókhaldið„,segir Bjarni.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila