Bjóða Assange að upplýsa leka um demókrata

Tveir þingmenn á vegum bandarískra stjórnvalda hafa sett sig í samband við sendráð Ekvador í London þar sem Julian Assange stofnandi Wikileaks heldur til og boðið honum á fund til þess að veita upplýsingar um hvernig lekinn um hin frægu demókrataskjöl hafi komið til. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Guðmundar Franklín Jónssonar viðskiptafræðings og hótelstjóra í þættinum Heimsmálin í dag en hann var viðmælandi Arnþrúðar Karlsdóttur. Guðmundur bendir á að skjölin sem um ræðir séu sömu skjöl og rússar hafa verið sakaðir um að hafa lekið “ og ef hann gengur að því að upplýsa um þetta er rússamálinu sjálfhætt og hann getur fengið uppreisn æru og sloppið við að verða ákærður fyrir njósnir“,segir Guðmundur. Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila