Bjóða út byggingarrétt á rúmlega 250 íbúðum

Teikning af fyrirhugaðri byggð í Úlfarsárdal.

Reykjavíkurborg hefur auglýst opið útboð á byggingarrétti fyrir 255 íbúðir í Úlfarsárdal. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Þá segir að auk lóða í almennu útboði hafi byggingarrétti fyrir 148 íbúðir þegar verið ráðstafað.  Íbúðafélögin Búseti og Bjarg sem rekin eru án hagnaðarmarkmiða hafa auk þess fengið vilyrði fyrir lóðum við Leirtjörn og einnig hefur verið tekin frá lóð fyrir verkefni Reykjavíkurborgar um hagkvæmt húsnæði fyrir fyrstu kaupendur. Á þessum lóðum verða um 148 íbúðir.  Alls eru því rúmlega 400 íbúðir að fara í uppbyggingu í Úlfarsárdal sem verður 1.300 íbúða hverfi þegar allt er uppbyggt. Að lokum segir í tilkynningunni að aðrar lóðir á svæðinu séu nú þegar seldar. Gert er ráð fyrir að húsnæðið sem rís á lóðunum verði nokkuð fjölbreytt eða 151 íbúð í fjölbýli, 48 raðhús, 4 íbúðir í parhúsum, 32 einbýlishús og 20 tvíbýlisíbúðir.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila