Björgunarsveitir kallaðar út vegna bifreiðar sem hafnaði í Fiská

Björgunarsveitir á Suðurlandi auk þyrlu Landhelgisgæslunnar hafa verið kallaðar út vegna bifreiðar sem hafnaði í Fiská í Fljótshlíð rétt ofan við Vatnsdal. Talið er að fimm einstaklingar hafi verið í bifreiðinni þegar hún hafnaði í ánni en þaulreynt björgunarsveitarfólk sem sérhæft hefur sig í straumvatnsbjörgun er komið á staðinn til aðstoðar. Ekki liggur fyrir á þessari stundu hvort tekist hafi að staðsetja fólkið og bifreiðina í ánni, en björgunaraðgerðir standa yfir.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila