Blasir við að tjáningarfrelsið á í vök að verjast

Dr. Ólafur Ísleifsson.

Það blasir við að tjáningarfrelsið á í vök að verjast og merki þess má sjá víða. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Dr. Ólafs Ísleifssonar í síðdegisútvarpinu í gær en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar. Ólafur segir að til dæmis megi sjá merkin í skýrslu ECRI nefndarinnar „ við sjáum þessa skýrslu frá þessari nefnd ef svo má kalla og hefur nú verið fjallað um á þessari stöð, það er verið að skrifa skýrslur þar sem jafnvel eru felldir þungir áfellisdómar yfir fyrirtækjum og einstaklingum, þá verður náttúrulega að gera þá kröfu að slíkir dómar séu vel ígrundaðir, studdir rökum og gögnum, það skortir alveg á það í þessari skýrslu, til að mynda um þessa útvarpsstöð sem við erum á núna„,segir Ólafur. Þá segir Ólafur að gera verði þá kröfu til þeirra sem vinna að slíkum skýrslum að vinnubrögðin séu sæmandi háskólamenntuðu fólki “ og að niðurstöður séu með þeim hætti að öll beiting heimilda við að komast að niðurstöðu sé með þeim hætti að hver sem er geti rakið sig eftir þeirri slóð„.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila