Blómahaf við árásarstaðinn

Fjölmargir hafa lagt leið sína á Drottningargötu í Stokkhólmi og lagt blóm á staðinn þar sem fjórir týndu lífi í hryðjuverkaárás síðastliðinn föstudag. Í gær komu tugþúsundir saman þar sem þeirra sem féllu í árásinni var minnst og er óhætt að segja að mikill samhugur einkenndi fjöldasamkomuna og var mikill einhugur meðal þeirra sem mættu um að svíar ætli ekki að láta hryðjuverkamenn kúga sig með árásum sem þessum. Maðurinn sem handtekinn hefur verið vegna málsins hefur játað verknaðinn en hann mun vera tengdur hryðjuverkasamtökunum ISIS.

Athugasemdir

athugasemdir