Bob Dylan gæti misst af Nóbelsverðlaununum

Bob Dylan

Tónlistargoðið Bob Dylan gæti orðið af Nóbelsverðlaununum sem hann hlaut í desember á síðasta ári. Þetta kemur fram í umfjöllun Dagens Nyheter um verðlaunin en þar er athygli vakin á að næstu helgi muni Bob Dylan koma til Svíþjóðar en hann heldur tónleika í Stokkhólmi og í Lundi í apríl. Mikil umræða hefur skapast um hvort Dylan muni flytja Nóbelsræðuna og taka á móti verðlaununum með formlegum hætti en taki hann ekki á móti verðlaununum innan sex mánaða mun hann missa af þeim. Athygli hefur vakið að Dylan virðist afar hógvær þegar kemur að þessum mikla heiðri en hann hefur lítið tjáð sig um þau hingað til og undrast margir áhugaleysi hans. Ljóst er að aðdáendu hans eru afar spenntir að sjá hvort Dylan muni taka við verðlaununum eða hvort hann verður fyrsti einstaklingurinn í sögunni sem mun hunsa þau.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila