Boða frumvarp um frjálsan rétt einstaklinga til kynskráninga

Katrín Jakobsdóttir kynnti á ríkisstjórnarfundi í vikunni drög að frumvarpi um kynrænt sjálfræði. Með hugtakinu kynrænt sjálfræði er átt við að einstaklingar sem upplifi sig sem annað kyn en líffræðilegt kyn þeirra er geti fengið að skrá sig samkvæmt því kynhlutverki sem þeir upplifi. Í tilkynningu segir meðal annars “ Er þetta í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs þar sem segir að ríkisstjórnin vilji koma Íslandi í fremstu röð í málefnum hinsegin fólks með metnaðarfullri löggjöf um kynrænt sjálfræði í samræmi við nýútkomin tilmæli Evrópuráðsins vegna mannréttinda intersex-fólks. Í þeim lögum skyldi kveðið á um að einstaklingar megi sjálfir ákveða kyn sitt, kynvitund þeirra njóti viðurkenningar, einstaklingar njóti líkamlegrar friðhelgi og jafnréttis fyrir lögum óháð kynhneigð, kynvitund, kyneinkennum og kyntjáningu.“.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila