Boðað til fundar um verndaráætlun Hornstranda

Umhverfisstofnun mun á miðvikudag í næstu viku halda fund á Ísafirði þar sem verndaráætlun Hornstrandafriðlandsins verður kynnt. Markmið fundarins er að upplýsa íbúa svæðisins um áætlunina og ekki síst að fá fram sjónarmið heimamanna um þau málefni fjallað er um í áætluninni. Þá einnig gert ráð fyrir að sérstakur fundur fyrir landeigendur á nærliggjandi svæðum verði haldinn í Reykjavík 23.nóvember næstkomandi. Fundurin á Ísafirði verður hins vegar haldinn sem fyrr segir næstkomandi miðvikudag í Háskólasetrinu og hefst kl.17:00.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila