Boðar lokun 22 íbúðarsvæða í Danmörku

Lars Løkke Rasmussen forsætisráðherra Danmerkur

Lars Løkke Rasmussen forsætisráðherra Danmerkur boðaði lokun 22 svokallaðra gettóhverfa í Danmörku í nýársávarpi sínu. Í hverfunum sem um ræðir ríkir afar hátt atvinnuleysi og þar er rekin umfangsmikil glæpastarfsemi erlendra glæpagengja, en mikill meirihluti íbúa í þeim hverfum eru af erlendu bergi brotnir. Ekki var þó greint frá því í ræðunni hvenær lokanirnar kæmu til framkvæmda en ljóst er að til stendur að rífa þau hús sem standa á þessum svæðum. Þá sagði Lars að von væri á tillögum um hvernig framkvæmdinni verði háttað á næstu misserum.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila