Borgarfulltrúar Samfylkingar gagnrýna harðlega nýja innflytjendastefnu danskra sósíaldemókrata

Heiða Björg Hilmisdóttir og Kristín Soffía Jónsdóttir borgarfulltrúar Samfylkingarinnar.

Heiða Björg Hilmisdóttir og Kristín Soffía Jónsdóttir borgarfulltrúar Samfylkingarinnar gagnrýna harðlega nýja innflytjendastefnu danskra sósíaldemókrata, systurflokks Samfylkingarinnar og segja hana lykta af pópúlisma. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Heiðu Bjargar og Kristínar í síðdegisútvarpinu í dag en þær voru gestir Péturs Gunnlaugssonar. Nýja innflytjendastefnan sem Mette Frederiksen formaður Sósíaldemókrata lagði fram hefur vakið talsverða athygli en í henni felast meðal annars þau nýmæli að allir þeir sem sæki um hæli í Danmörku fái synjun, auk þess sem lögð er rík áhersla á að allir innflytjendur leggi stund á nám eða vinnu. Þetta hafa þær Kristín og Heiða Björg ýmislegt við að athuga ” Mette má hafa skömm fyrir að hafa lagt fram þessa stefnu og með því að hafa lagt hana fram er ekki hægt að líta á þetta sem systurflokk, í mesta lagi hálfsysturflokk“,segir Kristín, ” þetta er röng stefna, hún er pópúlísk og sett fram í þeim tilgangi að vinna upp fylgistap“,segir Heiða Björg. Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila