Borgarlínan verður lest á gúmmíhjólum og rekin samhliða strætó

Hjálmar Sveinsson borgarfulltrúi Samfylkingarinnar.

Borgarlínan, sem verður lest á gúmmíhjólum kemur til með að verða hrein viðbót við það samgöngukerfi sem nú þegar sé til staðar, eins og t,d strætó og verður niðurgreitt af hinu opinbera. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Hjálmars Sveinssonar í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar. Hjálmar segir framkvæmdina kosta um það bil milljarð á hvern kílómetra en gert er ráð fyrir að borgarlínan verði alls 70 kílómetrar, og því teljur Hjálmar að hún kosti um 70 milljarða. Hann bendir á að hann telji nauðsynlegt að fara í framkvæmdir við borgarlínu ” enda fyrirséð að vandi muni skapast í framtíðinni vegna fjölgunar íbúa sé ekkert að gert, ef ekki yrði farið í framkvæmdir við borgarlínu verða samgöngubætur mun dýrari, enda þyrfti að fara í gerð fjölda mislægra gatnamóta og endurnýjun á stofnvegakerfinu í heild“,segir Hjálmar.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila