Deiliskipulag í Elliðaárdal keyrt í gegn á bak við luktar dyr án þess að athugasemdum hafi verið svarað

Eyþór Arnalds borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins

Allt ferlið í kringum deiliskipulag við Elliðaárdal ber vott um að mikið hafi legið á og var málið keyrt í gegn á bak við luktar dyr án aðkomu almennings. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Eyþórs Arnalds borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar.

Ferlið unnið í öfugri röð

Eyþór bendir á að áður en málið hafi verið samþykkt hafi nokkur fjöldi athugasemda borist borgaryfirvöldum en þeim hafi ekki einu sinni verið svarað áður en málið var keyrt í gegn

það lá svo mikið á að það var ekki búið að svara athugasemdum áður en málið var keyrt í gegn á lokuðum fundi í borgarráði, lokuðum fundi þar sem ekki má vitna í það sem sagt er, lokuðum fundi þar sem Sjálfstæðismenn einir gátu greitt atkvæði á móti meirihlutanum, fundi sem almenningur hefur engan aðgang að„,segir Eyþór.

það hefðu verið eðlileg vinnubrögð að svara þessum athugasemdum, til dæmis þeim sem bárust frá Umhverfisstofnun og fjölmörgum öðrum aðilum áður en þetta er samþykkt, en þetta er gert alveg í öfugri röð, fyrst er komið fram með vilyrði til ákveðinna aðila, síðan er farið í skipulagið og síðan er farið að svara athugasemdum, þetta var gert ákkúrat öfugt„,segir Eyþór.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila