Borgaryfirvöld eiga að halda vegum í lagi en ekki skipta sér af ferðamáta borgarbúa

Eyþór Laxdal Arnalds borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins.

Borgaryfirvöld eiga ekki að skipta sér af því hvaða ferðamáta borgarbúar velja sér, heldur einbeita sér að því að halda vegakerfi borgarinnar í lagi, sem nú þegar sé í ólestri. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Eyþórs Laxdal Arnalds borgarstjóraefnis Sjálfstæðisflokksins í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar. Þá bendir Eyþór á að fleira en vegirnir sé í ólagi út á við ” það er rusl víða, borgin er því miður bara orðin sóðleg og það er óhætt að segja að það þurfi að taka til í borginni“,segir Eyþór. Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

 

 

,

Athugasemdir

athugasemdir

Deila