Borgin á að reka grunnþjónustu en ekki veitingahús

Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins

Það er ólíðandi að borgin sé að gera upp húsnæði og leigja út til veitingareksturs á meðan önnur brýn verkefni eru látin sitja á hakanum. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Mörtu Guðjónsdóttur borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í síðdegisútvarpinu í dag en hún var gestur Péturs Gunnlaugssonar. Marta ræddi framúrkeyrslu í fjármálum borgarinnar í þættinum og þar bar braggamálið fræga að sjálfsögðu á góma, auk þess sem Marta sagði frá fleiri gæluverkefnum borgarinnar “ nú hefur borgin keypt ónýtt verslunarhúsnæði í Breiðholti fyrir um 700 milljónir króna, það er ekki borgarinnar að standa í svona kaupum, borgin átti að eftirláta einkaaðilum að kaupa þetta húsnæði til þess að endurbæta það„,segir Marta.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila