Borginni óheimilt að byggja í Víkurkirkjugarði

Helgi Þorláksson sagnfræðingur.

Reykjavíkurborg er óheimilt að veita byggingarleyfi til nýbygginga á þeim reit sem Víkurkirkjugarður stendur. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Helga Þorlákssonar sagnfræðings í þætti Markúsar Þóhallssonar í dag. Helgi bendir á að um sé að ræða vígðan reit og óheimilt sé að raska helgi hans og því sé ótækt að ganga fram með þeim hætti sem borgaryfirvöld hafa gert. Hann segir borgaryfirvöld ekki sýna málinu mikinn áhuga ” gamli meirihlutinn var alveg fastur á því að fylgja ætti Kvosarskipulaginu og eru ekki tilbúin til þess að breyta neinu í því“. Helgi bendir á að hér sé um merkilegar fornleifar að ræða “ þarna hafa fundist margar heillegar kistur með beinum, það er alveg fáheyrt að beinum sé mokað upp með þeim hætti sem fyrirhugað er og sett bygging í staðinn“,segir Helgi. Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila