Börn með greiningar og þolendur eineltis líklegri til að lenda í fangelsum síðar á lífsleiðinni

Margrét Frímannsdóttir fyrrverandi forstöðumaður fangelsins á Litla Hrauni.

Börn sem greinast með raskanir og þolendur eineltis eru stór hluti einstaklinga sem síðar eiga eftir að dvelja í fangelsum landsins. Þetta kom fram í máli Margrétar Frímannsdóttur fyrrverandi forstöðumanns fangelsins á Litla Hrauni í þættinum Báknið burt í dag en Margrét var gestur Ernu Ýrar öldudóttur. Margrét segir að hægt sé að koma í veg fyrir að þessi börn lendi í fangelsum síðar á lífsleiðinni ef gripið er nógu snemma inn í aðstæður þeirra “ að það sé gert meira í því að hjálpa þeim sem þurfa á mikilli aðstoð að halda í stað þess að ýta þessum krökkum út í horn, fjölga í bekkjum þannig að kennarinn ráði ekki við það, saga margra þessara drengja sem komu á Litla Hraun var eiginlega ótrúleg„,segir Margrét.

 

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila