Börn sem eru bitbein foreldra í deilum geta þjáðst af persónuleikaröskunum síðar á lífsleiðinni

Heimir Hilmarsson félagsráðgjafi.

Afleiðingar ofbeldis og vanrækslu gagnvart börnum geta haft miklar og alvarlegar afleiðingar síðar á lífsleiðinni og geta jafnvel leitt til persónuröskunar sé ekkert að gert. Þetta kom fram í máli Heimis Hilmarssonar félagsráðgjafa í morgunútvarpinu í morgun en hann var gestur Markúsar Þórhallssonar og Jóhanns Kristjánssonar. Heimir segir að börn sem eru vanrækt eða eru beitt ofbeldi af einhverju tagi séu oft á tíðum haldin þunglyndi og kvíða sem síðar leiði til annara kvilla „ depurðar, mótþróaþrjóskuröskunar en mótþróaþrjóskuröskun getur síðan þróast út í alvarlega hegðunarröskun og ef ekkert er að gert þá getur það þróast síðan út í persónuleikaröskun á fullorðinsárum, það eru mjög alvarlegar afleiðingar af vanrækslu og ofbeldi gagnvart börnum, og þessar afleiðingar erum við líka að sjá þegar börnin verða fyrir því að foreldrar eru að nota börnin gegn hvort öðru í deilum sín á milli„,segir Heimir.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila