Börn verða að njóta virðingar til þess að ná árangri

sturlakristjansSturla Kristjánsson sálfræðingur og fyrrverandi fræðslustjóri segir mikilvægt að börn sem eigi erfitt með að læra í byrjun grunnskóla njóti virðingar svo þau þrói ekki með sér lágt sjálfstraust. Sturla sem var gestur Péturs Gunnlaugssonar í síðdegisútvarpinu í dag bendir á að það gangi einfaldlega ekki upp að setja alla í sama form og ætlast til þess að allir jafnaldrar geti leyst sömu verkefnin “ við erum að berjast með þessa krakka og erum að núa því upp úr því sem þau ráða ekki við og virðumst vera á þeirri hagfræðinni að því meira sem þú færð af því sem þú ekki þolir þeim mun meiri líkur séu á því að þú farir að þola það„segir Sturla. Þátturinn verður endurfluttur kl.23:00 í kvöld.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila