Bregðast við húsnæðisvanda í Sandgerðisbæ með því að kaupa smáhýsi

Sandgerðisbær hefur samþykkt að festa kaup á fjórum smáhýsum í þeim tilgangi að bregðast við þeim húsnæðisvanda sem bærinn glímir við. Húsin verða hluti af félagslega húsnæðiskerfinu í bænum og verða leigð út sem slík. Þar með verður Sandgerðisbær fyrsta sveitarfélagið sem bregst við húsnæðisvandanum á þennan hátt en vonast er til að með þessu útspili bæjarins muni verða auðveldara að vinna á löngum biðlista eftir félagslegu húsnæði í bænum. Ekki er vitað hvort fleiri bæjarfélög hafi í hyggju að fara sömu leið og Sandgerðisbær í húsnæðismálum en þó hefur verið kallað eftir fundi í velferðarráði Reykjanesbæjar til þess að ræða húsnæðisvandann þar en á síðustu 18 mánuðum hefur íbúum Reykjanesbæjar fjölgað um 2000 svo ljóst er að þar stefnir einnig í óefni ef ekkert verður að gert.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila