Bretar beittu sér gegn því að Ísland fengi sæti í Öryggisráðinu

Hjálmar W. Hannesson fyrrverandi sendiherra.

Breskir stjórnmálamenn beittu sér gegn því að Ísland hlyti kosningu í Öryggisráð Sameinuðu Þjóðanna á árinu 2008. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Hjálmars W. Hannessonar fyrrverandi sendiherra í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Magnúsar Þórs Hafsteinssonar. Hannes sem þá var sendiherra í Bandaríkjunum var einn þeirra sem vann að framboðsmálum Íslands til ráðsins segir að þegar bankahrunið á Íslandi átti sér stað aðeins 11 dögum áður en kjörið átti að fara fram hafi hann orðið var við að reynt væri að grafa undan framboði Íslands “ sendiherra Bretlands sem reyndar var vinur minn gekk um með skipun frá London frá þekktum mönnum, misjafnlega vinsælum á Íslandi um það að ganga á samveldisríkin og segja þeim að það væri ekki hægt að kjósa svona ríki sem ekki gæti stjórnað sér sjálft í Öryggisráðið„,segir Hjálmar. Þáttinn má hlusta á í spilaranum hér að neðan.

Athugasemdir

athugasemdir