Þrýst á Breta að vera ekki með á HM í Rússlandi í sumar

Bretar verða ekki með á HM í knattspyrnu sem fram fer í Rússlandi í sumar, auk þess sem konungsfjölskyldan mun ekki mæta á leiki á HM. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Hauks Haukssonar fréttamanns í Moskvu í síðdegisútvarpinu síðastliðinn miðvikudag. Haukur segir að ákvörðunin  sem sé óstaðfest hafi verið tekin af Theresu May og hafi það verið gert í kjölfar ásakana í garð Rússa um að þeir beri ábyrgð á því að eitrað var fyrir njósnaranum Sergei Skripal og Dóttur hans Yuliu. Haukur segir málið vera afar undarlegt og líkur bendi til þess að það sé sviðsett, bendir Haukur á í því sambandi að rússnesk yfirvöld hafi engan hag af því að koma njósnaranum fyrir kattarnef, málið sé sett upp í annarlegum tilgangi “ það er verið að reyna að einangra Rússa og veita Pútín náðarhöggið“. Rætt verður nánar við Hauk Hauksson um málið í dag, föstudag kl.12:30. Hlusta má á þáttinn frá síðastliðnum miðvikudegi í spilaranum hér að neðan.

Uppfært 16.mars kl.12:30.

Haukur segir hann hafa áreiðanlegar heimildir fyrir því að Bretar muni ekki taka þátt á HM í sumar en hann fékk fréf frá utanríkisráðherra Úkraínu þar sem fram kemur hvatning til þeirra þjóða sem taka þátt á HM í Rússlandi að sniðganga mótið.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila