Bretar vilja gera tímabundinn fríverslunarsamning við Evrópusambandið

Bresk stjórnvöld hafa áhuga á að gera tímabundinn fríverslunarsamning við Evrópusambandið þegar Brexit ferlinu hefur verið lokið. Hugmyndin hefur ekki fengið góðan hljómgrunn hjá yfirstjórn ESB en hugmynd breta gengur út á að gera samninga sem hafa 1-2 ára gildistíma með möguleika á framlengingu ef þörf krefji. Slíkum samningum yrði ætlað að tryggja ákveðin fyrirsjáanleika fyrir bresk fyrirtæki á meðan gengið sé frá nýjum tollasamningum. Ekki eru taldar líkur á að Evrópusambandið fallist á tillögur breta fyrr en gengið hefur verið frá stórum ágreiningsmálum milli sambandsins og Bretlands.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila