BREXIT er bara byrjunin

Nýji Brexit-flokkur Nigel Farage skýst fram úr öllum öðrum flokkum í Bretlandi og leiðir með 27% fylgi í skoðanakönnunum í ESB-þingkosningunum (sjá mynd að neðan). Næstur kemur Verkamannaflokkurinn með 22% og Íhaldsflokkurinn mælist aðeins með 15%. Margir Íhaldsmenn munu kjósa Brexit-flokkinn og í næstu  viku mun nefnd Íhaldsflokksins koma saman til að ræða lagabreytingu á reglum flokksins svo hægt verði fljótlega að lýsa yfir vantrausti á Theresu May og losa flokkinn við hana. Nigel Farage segir að tveggja flokka kerfið virki ekki í Bretlandi „því flokkarnir þjóna engu nema eigin hagsmunum og dagskrá í stað þess að vinna fyrir þjóðina á breiðari grundvelli. Kjósendur eru komnir með upp í kok af misheppnuðum stjórnmálamönnum sem eru alltaf með hótanir vegna Brexit. Markmið okkar er að heyja kosningabaráttu í þessum Evrópukosningum og vinna þær.“ Farage sagði í vikuni að nýr flokkur hans gæti stokkað upp tveggja flokka stjórnmálakerfi Bretlands og „leitt það út úr eymdinni“ samtímis sem hann hvatti kjósendur til að hefja vegferð „stjórnmálalegrar byltingar.“

Sjá nánar hér

Skoðanakönnun YouGov 15.-16. apríl sýndi að Brexit-flokkurinn hafði næstum tvöfalda fylgið á nokkrum dögum.

 

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila