Brexit málið gæti orðið banabiti Evrópusambandsins

Páll Vilhjálmsson.

Ef Bretlandi tækist að ganga úr Evrópusambandinu myndi það verða fordæmi fyrir önnur lönd og þannig gæti málið orðið banabiti Evrópusambandsins. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Páls Vilhjálmssonar kennara og bloggara í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar. Páll segir að þegar öllu sé á botninn hvolft séu hagsmunir Evrópusambandsins meiri en Bretlands þegar kemur að Brexit ” Bretland tapar ekkert á þessu en Evrópusambandið getur orðið fyrir miklum skaða og því reynir sambandið allt hvað það getur til þess að láta Brexit ferlið mislukkast, þeir leggja allt kapp á að Bretar yfirgefi ekki ESB“,segir Páll. Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila