Breytingar á lögum um helgidagafrið samþykktar

Breytingar á lögum um helgidagafrið voru samþykktar á Alþingi í gær. Breyting laganna fólst í að fella út ákvæði um bann við skemmtunum, afþreyingu og tiltekinni þjónustu á helgidögum kirkjunnar. Breytingin var samþykkt með 44 atkvæðum en 9 greiddu atkvæði á móti tillögunni en þeir sem greiddu atkvæði á móti voru allir þingmenn Miðflokksins. Eftir sem áður verður óheimilt að að trufla guðsþjónustu, krikjulegar athafnir eða annað helgihald með hávaða eða öðru því sem andstætt er helgi viðkomandi athafnar.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila