Breytingar gerðar á byggingarreglugerð vegna orkuskipta

Nýjar breytingar sem gerðar hafa verið á byggingarreglugerð hafa tekið gildi. Meðal breytinga í reglugerðinni fela meðal annars í sér að sú skyldaver lögð á hönnuði við hönnun mannvirkja að þegar um er að ræða íbúðarhúsnæði sé gert ráð fyrir tengibúnaði vegna hleðslu rafbíla við hvert bílastæði. Þá er er einnig skylt að í hönnunargögnum annars konar húsnæðis komi fram hvar slík tenging er möguleg. Þannig er lögð áhersla á mikilvægi orkuskipta í samgöngum þó gerðar séu minni kröfur þegar um er að ræða aðrar byggingar en íbúðarhúsnæði.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila