Brýn nauðsyn að taka á verðtryggingunni

Inga Sæland formaður Flokks fólksins.

Það er bráðnauðsynlegt að tekið verði á verðtryggingunni og þeim alvarlegu afleiðingum sem hún hefur á heimili landsins og sér í lagi þeim sem standa höllum fæti. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Ingu Sæland formanni Flokks fólksins í síðdegisútvarpinu í dag en hún var gestur Péturs Gunnlaugssonar. Inga segir að frumvarp sem Flokkur fólksins hefur unnið að í sumar sem miðar að því að taka á vandanum sé afskaplega vandað en telur að það muni ekki ná í gegn en heldur þó í þá von að þrýstingur sem komandi kjarabarátta muni blása byr í seglin. Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

 

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila