Brýnt að auka fjölbreytni í atvinnulífinu

Jón Gunnarsson samgöngu og sveitastjórnaráðherra.

Á tímum mikilla tækniframfara er brýn nauðsyn að auka fjölbreytni í atvinnulífinu. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Jóns Gunnarssonar samgöngu og sveitastjórnaráðherra í kosningaútvarpinu í dag en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar. Jón bendir á að ný iðnbylting sé hafin og því þurfi að horfa til framtíðar í þeim efnum “ uppbyggingin hefur verið alltof einhæf, það hafa mörg tækifærin farið forgörðum, þessar hefðbundnu atvinnugreinar, sjávarútvegur og landbúnaður hafa minna vægi gagnvart byggðafestu, það eru færri hendur sem skapa meiri verðmæti, breyttir búskaparhættir, aukin tækni gerir það að verkum að við þurfum miklu færra fólk, þetta segir okkur það að út um hinar dreifðu byggðir og hér á höfuðborgarsvæðinu ekki síst þurfum við að auka fjölbreytni í atvinnulífinu„,segir Jón. Hlusta má á viðtalið í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila