Brýnt að bæta kjör öryrkja og afnema skerðingar strax

Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður ÖBÍ, Sigríður Hanna Ingólfsdóttir, starfsmaður ÖBÍ, Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra og Bergur Þorri Benjamínsson, gjaldkeri ÖBÍ.

Afnám krónu á móti krónu skerðingum, hækkun tekju og eignamarka og lögfesting NPA notendastýrðri persónulegri aðstoð er meðal þeirra mála sem eru í forgangi hjá Þuríði Hörpu Sigurðardóttur nýjum formanni Öryrkjabandalags Íslands. Þuríður ásamt stjórnarmönnum ÖBÍ fundaði með Ásmundi Einari Daðasyni félags og jafnréttismálaráðherra þar sem farið var yfir stöðuna á málefnum öryrkja. Á fundinum vöktu stjórnamenn ÖBÍ athygli ráðherra á því að gera þurfi gangskör í því að bæta kjör öryrkja og var ráðherra afhent minnisblað þess efnis, en í minnisblaðinu eru tillögur bandalagsins reifaðar í fimmtán liðum auk ítarlegs rökstuðnings. Sjá má minnisblaðið með því að smella hér.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila