Brýnt að setja salernismálin í algjöran forgang

geysir542Önnur áfangaskýrsla um uppbyggingu á aðstöðu fyrr ferðamenn sem unnin er fyrir Stjórnstöð ferðamála hefur verið birt. Í skýrslunni kemur fram að brýnasta forgangsmálið sé að leysa úr þeim vanda sem skapast hefur vegna skorts á salernisaðstöðu fyrir þann mikla fjölda ferðamanna sem sækir landið heim. Niðurstaða skýrslunnar sýnir að ekki dugi lengur að hafa smáar byggingar með fáeinum salernum á fjölförnustu stöðunum heldur sé nauðsynlegt að byggja mun stærri hús með fjölmörgum salernum. Þá segir að brýnt sé að flýta áætlunum um hvaða staði eigi að setja í forgang hvað salernismál varðar, með tilliti til stærðar og umfangs, og þá sé samvinna við landeigendur á sumum stöðum nauðsynleg þar sem breyting á salernisaðstöðu er háð samþykki landeigendanna.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila