Bubbi Morthens dæmdur fyrir meiðyrði

Bubbi Morthens var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær dæmdur fyrir meiðyrði gagnvart Steinari Berg Ísleifssyni hljómplötuúgefanda sem á sínum tíma gaf út plötur hljómsveitarinnar EGÓ. Bubbi sakaði Steinar Berg í þættinum Popp og rokksaga Íslands sem sýndur var á RÚV um að hafa hlunnfarið sig í tengslum við útgáfusamninga, auk þess sem Bubbi sakaði Steinar um að hafa nýtt sér það að Bubbi hafi á þeim tíma verið í mikilli neyslu eiturlyfja. Þá viðhafði Bubbi einnig sömu ásakanir á Facebook og athugasemdakerfum fréttamiðla Í niðurstöðu dómsins segir meðal annars ” Dómurinn fellst á að stefndi, Ásbjörn, hafi valdið stefnanda miska með ummælum sínum, bæði í þættinum, á Facebook og á vefmiðlum eftir að stefnandi hafði boðað að hann myndi höfða meið­yrða­mál. Það er mjög alvarlegt að væna annan mann um mögulega refsi­verða og sið­ferði­lega ámælisverða hegðun og gera það ítrekað opinberlega þótt staðhæfingunni sé ítrekað mót­mælt. Þetta er enn alvarlegra fyrir þá sök að samstarf stefnanda og stefnda var náið eins og þeir hafa báðir borið fyrir dómi svo og vegna þess hversu þekktur stefndi er nú í íslensku samfélagi. Dóm­ur­inn getur ekki fallist á að stefnda Ásbirni hafi orðið það á af einföldu gáleysi enda voru ummæli sama efnis endurtekin og ávirð­ing­ar­nar urðu æ alvarlegri.”. Þá var RÚV ohf einnig dæmt fyrir að birta ummælin í umræddum þætti. Ummæli Bubba voru dæmd dauð og ómerk auk þess sem honum er gert að greiða Steinari 250.000 krónur í miskabætur auk málskostnaðar. Smelltu hér til þess að lesa dóminn.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila