Búist við fjölgun ólöglegra hælisleitenda í Svíþjóð

Lögregluyfirvöld í Svíþjóð telja að allt að 50 þúsund ólöglegir séu í landinu og líklegt sé að sú tala eigi enn eftir að hækka. Hælisleitendurnir sem um ræðir hafa eðli málsins samkvæmt ekki tilskilin leyfi til dvalar í landinu og fara huldu höfði. Þrátt fyrir það fá þeir sem dvelja ólöglega í landinu ýmsar greiðslur frá sænska ríkinu eins og sjúkradagpeninga og framfærslugreiðslur. Móderatar vilja taka á málinu og svipta þá sem teljast ólöglegir í landinu og neita að fara til sinna heimalanda öllum framlögum frá ríkinu, því eru sósíaldemókratar hins vegar ósammála og segjast þegar vera að vinna í brottvísunarmálum ólöglegra hælisleitenda. Eins og kunnugt er hafa löggæslumál verið í brennidepli í Svíþjóð að undanförnu og hefur lögreglan meðal annars sagt að lögreglumenn séu of fáir til þess að geta sinnt öllum þeim verkefnum sem fylgja komu flóttafólks og hælisleitenda.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila