Búist við stóraukinni eftirspurn hjá Marel

Krafa um aukna sjálfbærni í framleiðslu fyrirtækja veitir tækniframleiðslufyrirtækinu Marel fleiri sóknarfæri á mörkuðum erlendis, ekki síst á þeim sviðum sem snúa að sjávarútvegi. Forsvarsmenn Marel búast við að á næstu árum eigi markaðir fyrirtækisins erlendis eftir að stækka umtalsvert og telja að lönd eins og til dæmis Rússland komi til með að eiga í sívaxandi viðskiptum við fyrirtækið. Í Rússlandi hafa fjölmargir fiskframleiðendur tekið ákvörðun um að endurnýja tækjakost í átt til aukinnar sjálfbærni en nýlega var Marel falið það hlutverk að setja upp tækjabúnað í stórri fiskeldisstöð og telja forsvarsmenn Marel að í Rússlandi liggi víða mörg sóknarfæri á sviði tækniþróunar.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila