Byggð í Engey er raunhæfur kostur

Björn Jón Bragason sagnfræðingur og lögfræðingur.

Byggð í Engey væri raunhæfur kostur sem framtíðar byggingaland og þar mætti reisa til dæmis góð íbúðarhverfi. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Björns Jóns Bragasonar sagnfræðings og lögfræðings í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar. Björn segir að vel væri hægt að stækka Engey með landfyllingum, þá mætti brúa mun meira innan höfuðborgarsvæðisins , til dæmis milli lítilla eyja og voga og þar með draga úr þeim umferðarvanda sem plagað hafa borgarbúa um árabil. Björn Jón hefur gert nokkrar stuttmyndir um hugmyndir sínar í skipulagsmálum borgarinnar en þær má horfa á með því að smella hér. Hlusta má á viðtalið í spilaranum hér að neðan, en rétt er að vekja athygli á að viðtalið byrjar á 31 mínútu.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila