Dæmdur fyrir að sparka í höfuð barns eftir að hafa verið synjað um landvistarleyfi

Sýrlenskur karlmaður Mohammed Yaser Derowish hefur verið dæmdur af sænskum dómstólum í þriggja mánaða fangelsi fyrir að hafa sparkað í höfuð 9 ára stúlkubarns í hefndarskyni fyrir að hafa ekki verið veitt landvistarleyfi í Svíþjóð. Atburðurinn átti sér stað 24. maí síðastliðinn þegar stúlkan gekk á leið heim úr skólanum og talaði við ömmu sína í símann. Skyndilega birtist Mohammed allt í einu og sparkaði í höfuð hennar.  Mohammed neitaði sök fyrir dómi og hélt því fram að hafa einungis rekist í stúlkuna. Dómstóllinn mat framburð mannsins ótrúverðugan og var hann dæmdur fyrir í þriggja mánaða fangelsi fyrir líkamsárás. Að auki var manninum gert að greiða stúlkunni bætur en hún þjáist enn af verkjum í höfði vegna árásarinnar.

Athugasemdir

athugasemdir