Dæmi um ellefu ára útigangsbörn á Íslandi

Lilja Guðrún Liljarsdóttir og Íris Dögg Konráðsdóttir áhugakonur um málefni útigangsfólks.

Það er staðreynd að á Íslandi eru dæmi um 11 ára útigangsbörn. Þetta segja Lilja Guðrún Liljarsdóttir og Íris Dögg Konráðsdóttir áhugakonur um málefni útigangsfólks en þær voru gestir í þætti Markúsar Þórhallssonar í dag. Þær segja alltaf erfitt að ræða málefni útigangsfólks enda séu aðstæður útigangsfólk oft á tíðum skelfilegar “ þetta er til háborinnar skammar, við höfum hér hópa 11-13 ára barna sem eru bara á götunni, svo eru það allir hinir sem eldri eru, ástandið er ekki gott og það þarf að bæta úr þessu“. Lilja þekkir vel til tilveru útgangsfólks enda var bróðir hennar útigangsmaður um árabil en hann lést í síðasta mánuði. Lilja bendir á að bæta þurfi aðstöðu sem ætluð er útigangsfólki, en hún ásamt fleirum ætlar á næstunni að safna hlýjum fatnaði fyrir útigangsfólk nú fyrir jólin og munu færa Gistiskýlinu fatnaðinn ” það er alltaf hægt að gera eitthvað og þetta er það sem við getum gert, það vantar helst skó,nærföt og hlýjar yfirhafnir, en auðvitað er allt vel þegið“. Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila