Dagur B. Eggertsson áfram borgarstjóri

Dagur B. Eggertsson verður áfram borgarstjóri í Reykjavík

Nýr borgarstjórnarmeirihluti var kynntur á blaðamannafundi í morgun við Fjölbrautarskólann í Breiðholti. Samkvæmt samkomulagi flokkanna verður Dagur B. Eggertsson áfram borgarstjóri og Dóra Björt Guðjónsdóttir fullrúi Pírata forseti borgarstjórnar en þá tekur Pawel Bartoszek fulltrúi Viðreisnar við embættinu, Dóra Björt mun einnig verða formaður mannréttinda og lýðræðisráðs. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir fulltrúi Viðreisnar verður formaður borgarráðs og Líf Magneudóttir fulltrúi Vinstri grænna tekur við nýju embætti sem formaður umhverfis og heilbrigðisráðs. Skúli Helgason, fulltrúi Samfylkingar verður formaður skóla og frístundaráðs og Heiða björg Hilmisdóttir sem einnig er fulltrúi Samfylkingar mun stýra Velferðarráði. Sigurborg Ósk Haraldsdóttir fulltrúi Pírata verður formaður skipulags og samgönguráðs og þá munu Hjálmar Sveinsson og Pawel Bartoszek skipta með sér menningar og íþróttaráði en fyrsta árið mun Pawel veita ráðinu forystu en þá tekur Hjálmar við formannsembættinu.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila