Demókratar undirbúa lög til þess að tefja brottvísun ólöglegra innflytjenda

bandarikjathingDemókratar reyna í kappi við tímann að setja lög til þess að tefja brottvísun ólöglegra innflytjenda. Í umfjöllun sænska dagblaðsins um málið kemur fram að þetta sé gert í þeim tilgangi að gera Donald Trump nýkjörnum forseta Bandaríkjanna erfiðara fyrir, en hann hafði gefið það loforð í aðdraganda kosninga að hart yrði tekið á ólöglegum innflytjendum. Fram kemur í umfjöllun blaðsins að í New York séu borgaryfirvöld reiðubúin að eyða öllum gögnum um þá innflytjendur sem sótt hafa um skilríki svo nýja stjórnin fái ekki vitneskju um hvaða einstaklingar það eru sem teljast ólöglegir innflytjendur, svo ekki verði hægt að vísa þeim úr landi.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila