Fréttir vikunnar: Þeir sem eiga fjárhæðir í Evrum Deutsche Bank íhugi að breyta í aðra gjaldmiðla

Haukur Hauksson

Þeir sem eiga háar fjárhæðir í Evrum inni í Deutsche Bank ættu að fylgjast vel með stöðu bankans og hugleiða hvort betra væri að skipta fjármunum sínum í aðra gjaldmiðla.

Þetta var meðal þess sem fram í þættinum Fréttir vikunnar í dag en þar ræddu þau Arnþrúður Karlsdóttir, Pétur Gunnlaugsson og Haukur Hauksson fréttir vikunnar, meðal annars erfiða stöðu Deutsche Bank sem á dögunum sagði upp 18.000 starfsmönnum.

Haukur benti á að á næstu árum eigi að fækka starfsfólki bankans enn frekar

þarna vinna 92.000 manns og nú hefur 18.000 verið sagt upp og árið 2022 eiga starfsmennirnir að verða orðnir um 14.000, Deutsche Bank er náttúrulega burðarás Evrópsks efnahagslífs og er til dæmis stærsta blokkin í Frankfurt„,segir Haukur.

Þá benti Haukur á að Þýsk yfirvöld hafi í gegnum árin fegrað skýrslur um raunverulega stöðu bankans

þessi feluleikur er kannski ástæðan fyrir því að þeir standa frammi fyrir þessari stöðu í dag

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila